
Bókaklúbbur: Surveillance Capitalism or Democracy?
Hús máls og menningar
Shoshana Zuboff er einn áhrifamesti höfundur okkar tíma þegar kemur að málefnum tækni og mannvæns samfélags. Bók hennar The Age of Surveillance Capitalism hefur verið kölluð Das Kapital okkar tíma, en í bókinni rekur hún tilurð og lögmál nýrra gagna-markaða sem hún kallar Economies of Certainty. Markaðir fullvissunnar ganga út á að fyrirtæki sem hún kallar Surveillance Capitalism, eða eftirlits-auðvald, stjórna mannlegri hegðun fyrir gróða.
Kenningar Zuboff eru umfjöllunarefni þessa bókaklúbbs en lesefnið er ekki 500 blaðsíðna bókin um eftirlits-auðvaldið, heldur nýleg 58 blaðsíðna grein Zuboff þar sem hún tekur saman röksemdirnar úr bókinni á mun aðgengilegri hátt.
Sjá: Surveillance Capitalism or Democracy? The Death Match of Institutional Orders and the Politics of Knowledge in Our Information Civilization.Hlekkur á greinina: https://journals.sagepub.com/.../10.1177/26317877221129290
Við hvetjum sem flest til að mæta – lesin eða ólesin – í Hús máls og menningar fimmtudaginn 16. maí næstkomandi þar sem lærðir og leikir ræða kenningar Zuboff og áhrif eftirlits-auðvaldsins á lýðræðið í nútíð og framtíð.