
Framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds: umræðukvöld með Þórlaugu Borg Ágústsdóttur
hafnar.haus
RSVP: https://www.facebook.com/events/574769962278913/
Samtök um mannvæna tækni bjóða til umræðna um framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds og rafræns eftirlits.
Þriðjudaginn 1. apríl kl. 18:30 verður haldinn kynningar- og umræðufundur þar sem Þórlaug Borg Ágústsdóttir vefkyrja kynnir doktorsrannsókn sína á áhrifum tækni-kapítalisma á lýðræðið. Þórlaug skoðar vald í tæknisamfélögum og hvernig handhafar valds – stórfyrirtæki og ríkisstofnanir – móta lýðræðislega þátttöku og ákvarðanatöku. Í þetta sinn með sérstaka áherslu á varnir Íslands gegn "mjúkum" árásum og áróðursherferðum.
Eftir kynninguna verða opnar umræður þar sem fundargestir ræða áskoranir og tækifæri samtímans. Hvernig tryggjum við að tæknin vinni að frelsi og jöfnuði í stað þess að skerða lýðræðisleg réttindi?
Við hvetjum áhugafólk um tæknistjórnmál, lýðræði og mannréttindi til að mæta, leggja sitt af mörkum í umræðuna og kynnast rannsóknum á þessu sviði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!