Framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds: umræðukvöld með Þórlaugu Borg Ágústsdóttur

Framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds: umræðukvöld með Þórlaugu Borg Ágústsdóttur

hafnar.haus

1. apríl 2025

RSVP: https://www.facebook.com/events/574769962278913/

Samtök um mannvæna tækni bjóða til umræðna um framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds og rafræns eftirlits.

Þriðjudaginn 1. apríl kl. 18:30 verður haldinn kynningar- og umræðufundur þar sem Þórlaug Borg Ágústsdóttir vefkyrja kynnir doktorsrannsókn sína á áhrifum tækni-kapítalisma á lýðræðið. Þórlaug skoðar vald í tæknisamfélögum og hvernig handhafar valds – stórfyrirtæki og ríkisstofnanir – móta lýðræðislega þátttöku og ákvarðanatöku. Í þetta sinn með sérstaka áherslu á varnir Íslands gegn "mjúkum" árásum og áróðursherferðum.

Eftir kynninguna verða opnar umræður þar sem fundargestir ræða áskoranir og tækifæri samtímans. Hvernig tryggjum við að tæknin vinni að frelsi og jöfnuði í stað þess að skerða lýðræðisleg réttindi?

Við hvetjum áhugafólk um tæknistjórnmál, lýðræði og mannréttindi til að mæta, leggja sitt af mörkum í umræðuna og kynnast rannsóknum á þessu sviði. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Viltu vera með?

Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér nánari upplýsingar um starfið og látum þig vita af næstu viðburðum.