Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar? / AI Ethics – who will own our values?

Gervisiðferði – hver mun eiga gildin okkar? / AI Ethics – who will own our values?

Borgarbókasafnið Grófinni

25. janúar 2025

Eftir því sem gervigreind vefur sig fastar utan um allar mögulegar framtíðir okkar verður ljósara að gildin sem stýra þessum ákvarðanatökukerfum eru ekki tilviljanakennd; að ákveða hvað er eðlilegt og ekki er orðið meðvituð ákvörðun hönnuða og stórfyrirtækja, ákvörðun sem mun móta heilu samfélögin. En hvaða gildum ættum við að forgangsraða, og hver hefur völdin til að forgangsraða þeim? Munu vélar virkilega geta endurspeglað flókið og óreiðukennt siðferði okkar, eða verður hún aðeins spegill gilda þeirra sem hana skapa?

Við byrjum á fyrirlestri og kynningu á „alignment“-vandamálinu svokölluðu og hvernig siðferði gervigreindar er hannað – ferli sem vekur upp spurningar um hlutdrægni, vald og ábyrgð. Síðan, í gagnvirkri sýningu, fá gestirnir að upplifa sjálfir hvernig „siðferðisáttaviti“ gervigreindar leiðir til ólíkra framtíða.

Öll velkomin og þátttaka ókeypis. Þessi viðburður er hluti af Framtíðarfestivali Borgarbókasafnsins. Sjá heildardagskrá Framtíðarfestivals: https://www.facebook.com/events/555641283905097


As artificial intelligence increasingly entwines itself around all our possible futures, it has become obvious that the values that guide these decision-making systems are not random; deciding what is normal and what is not has become a conscious decision of designers and large corporations, a decision that will shape entire societies. But which values should we prioritize, and who has the final say in prioritizing them? Will machines be able to reflect our complex and chaotic systems of ethics, or will they become solely a reflection of their creators?

We start with a talk on the alignment problem and how AI ethics are designed—a process that raises questions about bias, power, and responsibility. Later, in an interactive installation, guests can experience how AI's moral compass can lead to dissimilar futures.

No participation fee, all welcome.This event is a part of the Future Festival of Reykjavík City Library. See the full program of the Future Festival: https://www.facebook.com/events/555641283905097

Viltu vera með?

Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér nánari upplýsingar um starfið og látum þig vita af næstu viðburðum.